14.500 tonna aukn­ing verði í áföng­um

Skipu­lags­stofn­un tel­ur að efni séu til að kveða á um að fram­leiðslu­aukn­ing lax­eld­is í Pat­reks­firði og Tálknafirði verði gerð í áföng­um. Fram­leiðslan verði þannig auk­in í skref­um og að reynsla af starf­sem­inni og niður­stöður vökt­un­ar stýri ákvörðunum um að auka fram­leiðslu frek­ar.

Þetta kem­ur fram í áliti sem stofn­un­in hef­ur gefið út, um mat á um­hverf­isáhrif­um val­kosta­grein­ing­ar vegna 14.500 tonna fram­leiðslu­aukn­ing­ar í lax­eldi á veg­um Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Pat­reks­firði og Tálknafirði.

Bent er á í álit­inu að fyr­ir liggi mat á um­hverf­isáhrif­um vegna 14.500 tonna fram­leiðslu­aukn­ing­ar á laxi í Pat­reks­firði og Tálknafirði á veg­um sömu fyr­ir­tækja, sem unnið hafi verið árið 2016.

Bættu við fyrra um­hverf­is­mat

Í kjöl­farið fengu fyr­ir­tæk­in rekstr­ar- og starfs­leyfi til starf­sem­inn­ar frá Mat­væla­stofn­un og Um­hverf­is­stofn­un í des­em­ber 2017. Þau leyfi voru hins veg­ar kærð og felldi úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála þau úr gildi með úr­sk­urðum í sept­em­ber og októ­ber 2018.

Leyfi til laxeldis felld úr gildi
Frétt af mbl.is

Leyfi til lax­eld­is felld úr gildi

Björt fer með rangt mál
Frétt af mbl.is

Björt fer með rangt mál

Úrsk­urðar­nefnd­in taldi ann­marka hafa verið á um­hverf­is­mati fram­kvæmd­anna varðandi sam­an­b­urð val­kosta, þannig að um­hverf­is­matið hefði ekki verið lög­mæt­ur grund­völl­ur fyr­ir veit­ingu leyfa.

Í áliti stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að til að bæta úr þeim ann­marka hafi fyr­ir­tæk­in unnið viðbót við fyrra um­hverf­is­mat, um sam­an­b­urð val­kosta. Þar séu skýrðar for­send­ur fyr­ir vali á þeim fram­kvæmda­kosti sem fjallað var um í fyrra um­hverf­is­mati.

„Þá er greint frá ástæðum þess að til­tekn­ir val­kost­ir komu ekki til álita á þeim tíma og sem fram­kvæmd­araðilar telja áfram ekki vera raun­hæfa val­kosti. Það varðar eldi á ófrjó­um laxi, notk­un lokaðra kvía og land­eldi. Jafn­framt er fjallað um tvo nýja val­kosti um staðsetn­ingu eld­is­svæða og um­hverf­isáhrif þeirra bor­in sam­an við upp­haf­leg­an fram­kvæmda­kost sem fjallað var um í fyrra um­hverf­is­mati,“ seg­ir í álit­inu.

Leyfi fyrirtækjanna voru felld úr gildi á haustmánuðum.

Leyfi fyr­ir­tækj­anna voru felld úr gildi á haust­mánuðum.

Áhrif­in í meg­in­at­riðum þau sömu

„Í fram­lögðum gögn­um fyr­ir­tækj­anna eru skýrðar for­send­ur fyr­ir staðar­vali og um­fangi eld­is í þeim fram­kvæmda­kosti sem fjallað var um í fyrra um­hverf­is­mati. Jafn­framt er skýrt hvers­vegna fyr­ir­tæk­in telja eldi á ófrjó­um laxi, notk­un lokaðra kvía og land­eldi ekki vera raun­hæfa val­kosti í til­viki þess­ara fram­kvæmda.“

Skipu­lags­stofn­un geri al­mennt ekki at­huga­semd við þá um­fjöll­un og telji ástæður fram­kvæmd­araðila fyr­ir því að úti­loka ófrjó­an lax, lokaðar kví­ar og land­eldi, mál­efna­leg­ar.

„Að mati Skipu­lags­stofn­un­ar eru nýir staðar­val­kost­ir lík­leg­ir til að fela í sér minni nei­kvæð áhrif, sam­an­borið við upp­haf­leg­an fram­kvæmda­kost, á líf­ríki á hafs­botni, fisk­sjúk­dóma og laxal­ús, aðrar sjáv­ar­nytj­ar og lands­lag. Áhrif nýrra val­kosta eru að öðru leyti sam­bæri­leg við upp­haf­leg­an fram­kvæmda­kost að mati Skipu­lags­stofn­un­ar. Í heild tel­ur stofn­un­in að áhrif nýrra val­kosta séu í meg­in­at­riðum þau sömu og upp­haf­legs fram­kvæmda­kost­ar.“

Byggja eigi upp í áföng­um

Stofn­un­in seg­ir að í fram­lögðum gögn­um fyr­ir­tækj­anna komi fram að eld­is­svæði við Hlaðseyri inn­ar­lega í Pat­reks­firði sé ekki talið geta borið þá fram­leiðslu sem áform voru um.

„Þar sem ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikið magn eld­is­svæði við Hlaðseyri get­ur borið bein­ir Skipu­lags­stofn­un því til Um­hverf­is­stofn­un­ar að í starfs­leyfi verði kveðið á um há­marks­líf­massa á eld­is­svæðinu við Hlaðseyri með hliðsjón af feng­inni reynslu.“

Skipu­lags­stofn­un seg­ist þá telja al­mennt að byggja eigi upp sjókvía­eldi í áföng­um og láta reynslu af starf­sem­inni ráða fram­vindu upp­bygg­ing­ar.

„Með hliðsjón af reynslu af eldi við Hlaðseyri og að um er að ræða áform um um­fangs­mikið eldi tel­ur Skipu­lags­stofn­un til­efni til að í leyf­um verði kveðið á um að áfanga­skipta fram­leiðslu­aukn­ingu í fjörðunum, þ.e. að fram­leiðsla verði auk­in í skref­um og að reynsla af starf­sem­inni og niður­stöður vökt­un­ar stýri ákvörðunum um að auka fram­leiðslu á milli kyn­slóðaskipta.“

mbl.is

Blogga um frétt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *