Innkalla Nutra B Sterk­ar

Aðföng hafa, í sam­ráði við mat­væla­eft­ir­lit Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, innkallað fæðubót­ar­efnið Nutra B Sterk­ar – B víta­mín extra sterk­ar, vegna þess að magn B6-víta­míns í ráðlögðum dag­leg­um neyslu­skammti fæðubót­ar­efn­is­ins fer yfir efri þol- eða ör­ygg­is­mörk sem ákvörðuð eru af vís­inda­nefnd­um Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un­ar Evr­ópu (EFSA). 

Ráðlagður dag­leg­ur neyslu­skammt­ur fyr­ir fæðubót­ar­efnið er 1-2 töfl­ur á dag en í einni töflu eru 15 mg af B6-víta­míni. Sam­kvæmt áliti vís­inda­nefnda EFSA eru efri þol-/​ör­ygg­is­mörk fyr­ir B6-víta­mín 25 mg á dag fyr­ir full­orðna.

Eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­ar auðkenna vör­una sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

Vörumerki: Nutra.
Vöru­heiti: B Sterk­ar – B víta­mín extra sterk­ar.
Strika­núm­er: 5690350054645.
Best fyr­ir: All­ar best fyr­ir dag­setn­ing­ar.
Net­tó­magn: 180 töfl­ur.
Inn­flytj­andi: Aðföng, Skútu­vogi 7, 104 Reykja­vík.
Dreif­ing: Var­an var til sölu í versl­un­um Bón­uss, Hag­kaupa og Super1 fram til 20. maí 2019.

Viðskipta­vin­um sem keypt hafa fæðubót­ar­efnið Nutra B Sterk­ar – B víta­mín extra sterk­ar er bent á að neyta þess ekki og farga, en einnig er hægt að skila því í versl­un­inni þar sem það var keypt gegn fullri end­ur­greiðslu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *