Gert við mastrið á Pat­reks­firði

Skúta Andrews Bedwell á Pat­reks­firði. Gera þurfti við mastrið. Ljós­mynd/​Andrew Bedwell

Skúta Andrews Bedwell á Pat­reks­firði. Gera þurfti við mastrið. Ljós­mynd/​Andrew Bedwell

Breski sigl­ingakapp­inn Andrew Bedwell sigldi smá­skútu sinni, 241 Blue One, í ein­um áfanga frá Nes­kaupstað til Pat­reks­fjarðar. Það þykir af­rek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kring­um landið.

Leið hans lá nokkuð langt norður fyr­ir landið og síðan suður með Vest­fjörðum. Hann þurfti að snar­venda fram­hjá fiski­skip­um í sterk­um vindi og við það brotnuðu slár við stög mast­urs­ins. Unnið er að viðgerð á Pat­reks­firði.

Stífa við mastrið sem heldur við stögin brotnaði.

Stífa við mastrið sem held­ur við stög­in brotnaði.Ljós­mynd/​Andrew Bedwell

Andrew læt­ur mjög vel af ferðinni en vildi hafa haft betra skyggni fyr­ir Norður­landi því hann sá lítið til lands. Hann von­ast til að geta haldið sigl­ing­unni áfram á laug­ar­dag ef veður leyf­ir. Hann áform­ar að sigla til Reykja­vík­ur og þaðan beina leið til Eng­lands. Hann ákvað það eft­ir að dótt­ir hans sagði við hann í gær­kvöld:

„Hvenær kem­ur þú heim pabbi? Ég er að gleyma því hvernig þú lít­ur út!“

Íslend­ing­ar hafa reynst Andrew mjög hjálp­leg­ir og hann seg­ir viðtök­urn­ar á Pat­reks­firði hafa verið mjög góðar. Í net­spjalli við blaðamann kveðst hann vona að sigl­inga­menn frá Bretlandi og víðar að muni koma og njóta þess að sigla hér við land, sem sé stór­kost­legt.

Kon­an hans sagði frá sigl­ing­unni í grunn­skóla dótt­ur þeirra í gær, en Andrew safn­ar áheit­um til skól­ans. Búið er að kaupa leik­tæki á skóla­lóðina fyr­ir söfn­un­ar­fé.

Þegar er búið að kaupa leiktæki á skólalóðina þar sem ...

Þegar er búið að kaupa leik­tæki á skóla­lóðina þar sem dótt­ir Andrews stund­ar nám fyr­ir söfn­un­ar­féð. Ljós­mynd/​Andrew Bedwell

Hef­ur náð ótrú­lega langt

Arnþór Ragn­ars­son, sem er reynd­ur sigl­ingamaður, hef­ur fylgst með ferðalagi Andrews Bedwell. Hann sagði að það væri mikið af­rek að sigla svo lít­illi skútu milli landa og svo kring­um landið einn síns liðs.

„Það er ótrú­legt hvað hann hef­ur náð langt á þess­um litla báti. Það gekk hratt hjá hon­um frá Nes­kaupstað til Pat­reks­fjarðar,“ sagði Arnþór. Hann sagði að skút­an sem Andrew sigl­ir væri hönnuð til út­hafs­sigl­inga þótt hún væri lít­il. Frakk­ar hefðu keppt í að sigla svona skút­um þvert yfir Atlants­hafið. Segl­in væru stór miðað við stærð báts­ins og þeir því hraðsigld­ir. 

Síða sigl­ing­ar­inn­ar á Face­book

Áheit­asíða sigl­ing­ar­inn­arB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *