Gagn­rýn­ir tengsl inn í fisk­eld­is­fyr­ir­tæki

Ég tel óheppi­legt að aðstoðarmaður ráðherra, sem hef­ur sterk fjöl­skyldu­tengsl inn í fisk­eld­is­fyr­ir­tæki, hafi jafn mikla aðkomu að mál­inu og raun ber vitni.“

Þetta seg­ir Óðinn Sigþórs­son sem sat í starfs­hópi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um stefnu­mörk­un í fisk­eldi. Vís­ar hann til þess að Gunn­ar Atli Gunn­ars­son, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, er mág­ur fjár­mála­stjóra Arctic Fish.

Fyr­ir þing­inu er frum­varp um laga­breyt­ing­ar í fisk­eldi. Óðinn seg­ir þar m.a. fjallað um gildi um­sókna um fisk­eld­is­leyfi sem geti varðað gíf­ur­lega fjár­hags­lega hags­muni. Um­sókn­ir kunni að verða felld­ar niður og áformað að heim­ila upp­boð á fisk­eld­is­leyf­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *