Hlýtt og bjart veður víða í dag

Spáð er allt að 20 stiga hita á suðvestuhorni landsins í dag. Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 en 10-15 við Breiðafjörð og með suðausturströndinni síðdegis í dag. Hægari austlæg átt á morgun. Skýjað austan og norðaustanlands og dálítil væta við ströndina fram eftir morgni en skýjað með köflum eða léttskýjað sunnan og vestantil. Léttir heldur til norðanlands síðdegis á morgun en líkur á þokulofti annað kvöld. Hiti frá 8 stigum norðaustantil upp í 20 stig á Suður- og Vesturlandi.

Á laugardag er svo útlit fyrir austan 5-10 m/s. Skýjað með köflum norðan og vestanlands og líkur á stöku síðdegisskúrum á vestanverðu landinu en dálítilli rigning suðaustanlands og á Austfjörðum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast SV-til en svalara á annesjum austanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að vegna langvarandi þurrka hafi óvissustigi Almannavarna verið lýsti yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum. Ekki sé útilit fyrir úrkomu á svæðinu næstu vikuna svo brýnt sé að fara mjög varlega með eld. Frekari upplýsingar má nálgast vef Almannavarna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *