Útlit fyr­ir „aðra gusu“ á morg­un

„Þetta verður svo­lítið bara svona áfram. Vik­an er voðal­ega eins­leit,“ sagði Páll Ágúst Þór­ar­ins­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, þegar Fjörðurinn sló á þráðinn til hans í gær­kvöldi og spurðist fyr­ir um veður­horf­ur í vik­unni.

Eft­ir góða byrj­un á sumr­inu, þ. á m. júní­mánuð sem klóraði í Íslands­met í sól­skins­stund­um á höfuðborg­ar­svæðinu, hef­ur verið nokkuð þung­búið um helg­ina og er út­lit fyr­ir að slíkt haldi áfram. „Það voru þessi skil núna, sem fóru yfir í [gær] og end­ast út bróðurpart [dags­ins í dag]. Svo fáum við aðeins aðra gusu á þriðju­dag og miðviku­dag, sem snert­ir eig­in­lega mest allt landið,“ sagði Páll Ágúst.

Sagði hann að síðar í vik­unni, á fimmtu­dag og föstu­dag, væri út­lit fyr­ir rign­ing­ar­veður á Suðaust­ur­landi og Aust­ur­landi, „og geng­ur svo yfir Norður­landið. Suðvest­ur- og Vest­ur­landið slepp­ur ör­ugg­lega. Svo það sést ör­ugg­lega í eitt­hvað blátt á milli þar.“

Aðspurður sagði hann að áfram yrði hiti þó til­tölu­lega mild­ur. „Það munu áfram sjást ágæt­is hita­töl­ur. Svona tíu til fimmtán gráður hérna suðvest­an­meg­in og svona fimmtán til tutt­ugu gráður norðaust­an­lands.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *