Sótt var um þrjá­tíu lóðir á Bíldu­dal

Bæj­ar­stjóra Vest­ur­byggðar var í síðustu viku falið að ræða við land­eig­anda á Litlu-Eyri við Bíldu­dal vegna um­sókn­ar um þrjá­tíu lóðir und­ir ein- og tví­býl­is­hús á Bíldu­dal. Þess var óskað að land­eig­end­ur til­nefndu full­trúa til slíkra viðræðna.

Í þétt­býli á Bíldu­dal er ekki pláss fyr­ir slík­ar bygg­ing­ar að sögn Re­bekku Hilm­ars­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Vest­ur­byggðar, en landið sem tek­ur við af þétt­býli er í eigu einkaaðila. „Við erum í vand­ræðum með lóðamál af því sveit­ar­fé­lagið á af­skap­lega fáar lóðir og þær lóðir sem gæti verið gott að byggja á eru á of­an­flóðasvæði af því of­an­flóðavörn­um er ekki lokið á Bíldu­dal,“ seg­ir Re­bekka. Óform­leg­ar þreif­ing­ar milli sveit­ar­fé­lags­ins og land­eig­enda hafa verið uppi um nokk­urra ára skeið, en nú vill sveit­ar­fé­lagið færa þær á form­legt stig.

Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir hús­næði á Bíldu­dal, ekki síst með hliðsjón af ört vax­andi at­vinnu­starf­semi. Vand­inn hef­ur verið leyst­ur með íbúðar­hús­næði á Pat­reks­firði og Tálknafirði. „Þeir sem búa þar þurfa að fara yfir tvo fjall­vegi á morgn­ana og það eru ekki all­ir til­bún­ir að leggja slíkt á sig yfir vetr­ar­tím­ann,“ seg­ir Re­bekka í Morg­un­blaðinu í dag.

Þrem­ur lóðum var út­hlutað í síðustu viku und­ir íbúðar­hús­næði á Bíldu­dal, en bæj­ar­stjórn á eft­ir að samþykkja þá út­hlut­un að sögn Re­bekku. „Þar verða 10-12 55 fer­metra íbúðir í fjöl­býl­is­húsi á tveim­ur hæðum. Síðan eru það lóðir til bygg­ing­ar á þriggja íbúða raðhús­um,“ seg­ir hún og býst við þess­ar íbúðir fyll­ist fljótt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *