Olíuverð lækkað vegna styrkingar krónunnar

Mynd úr safni

Íslenska krónan hefur síðastliðnar tvær vikur styrkst hratt gagnvart helstu gjaldmiðlum og ekki verið sterkari frá því í byrjun apríl. Mest hefur krónan styrkst gagnvart sterlingspundi, um rúm 6%. Styrkingin gagnvart evru og danskri krónu er tæp fimm prósent og gagnvart bandaríkjadal tæp fjögur.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna og N1, segir að styrkingin sé þegar farin að hafa áhrif á verðlag. 

„Þetta klárlega gefur svigrúm til lækkunar. Þetta eru þrjár, fjórar krónur á móti dollar. Í olíunni lækkuðum við á sunnudaginn síðasta um þrjár og hálfa króna. Þannig að það skilar sér mjög hratt og það sama á við í matvörunni í Krónunni að styrking krónunnar á móti evru, hún kemur mjög hratt fram.“ Það eina sem geti haft áhrif, að sögn Eggerts, er ef það er hækkun frá birgja erlendis eða hækkun á flutningskostnaði til landsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *