Sveit­ar­stjóra Tálkna­fjarðar sagt upp

Sveit­ar­stjórn Tálkna­fjarðar­hrepps hef­ur sagt Bryn­dísi Sig­urðardótt­ur upp störf­um sem sveit­ar­stjóra en greint er frá þessu í til­kynn­ingu á vef sveit­ar­fé­lags­ins.

Þar seg­ir að ákvörðun hafi verið tek­in um að leiðir þeirra liggi ekki leng­ur sam­an.

Dag­ur­inn í dag var síðasti dag­ur Bryn­dís­ar í starfi og var henni þakkað fyr­ir vel unn­in störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Frétt af mbl.is Sveit­ar­stjóra Borg­ar­byggðar sagt upp

Bryn­dís er ann­ar sveit­ar­stjór­inn sem sagt er upp störf­um í nóv­em­ber en Gunn­laugi A. Júlí­us­syni var sagt upp störf­um sem sveit­ar­stjóra Borg­ar­byggðar í síðustu viku.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *