Þremur bjargað úr húsi á Flateyri

Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega.

Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík.

Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðann

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *