Björgunarsveitarmenn grófu unglingsstúlku úr flóðinu

Björgunarsveitarmenn komu unglingsstúlku til bjargar sem lenti í öðru snjóflóðanna á Flateyri í kvöld. Fréttastofa hefur upplýsingar um að björgunarsveitarmenn hafi verið snöggir á staðinn og grafið hana upp úr flóðinu. Hún er heil á húfi.

Íbúar á Flateyri hafa verið beðnir um að halda kyrru fyrir og íbúar á Suðureyri að halda sig frá höfninni eftir þrjú stór snjóflóð í kvöld.  Varðskipið Þór er á leiðinni til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg frá Reykjavík.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *